Tuesday, December 28, 2010

Falleg leikföng og sleðar frá Sirch

Frá 1805 hefur Sirch í Þýskalandi smíðað sleða og nú hafa leikföng og húsgögn bæst við. Hlutirnir eru aðallega smíðaðir úr ask og birki krossviði sem er beygður í gufu. 


• Leikföng • Framleiðandi: Sirch
Leikföngin fá Sirch eru ætluð eru börnum frá 12 mánaða aldri, þau eru öryggisvottuð og mjög vönduð, t.d. eru hjólin stór, mjúk og hljóðlát og öll horn eru ávöl. Þau eru algjörlega tímalaus, munu örugglega gleðja börn í margar kynslóðir og svo falleg að það þarf ekki að taka til, þau geta bara staðið þar sem þau eru skilin eftir og glatt augað. Hér má hlaða niður leikfanga- og húsgagnabæklingi (1.2Mb)



• Sleðar • Framleiðandi: Sirch


Þeir ættu að kunna að smíða sleða hjá Sirch, staðsettir við rætur Alpafjalla og með 205 ára reynslu, því þeir hafa smíðað sleða frá stofnun fyrirtækisins árið 1805.
Suma sleðana er hægt að leggja saman svo auðveldara sé að halda á þeim; brekkur liggja ekki bara niður á við! Sleðarnir eru smíðaðir úr aski eða akasíu tré og það fást fleiri gerðir en hér eru sýndar. Hér má hlaða niður sleðabæklingi (2.5Mb)


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.