Thursday, December 30, 2010

Hjólamenning

 

Notkun reiðhjóla eykst stöðugt og því fylgja tilraunir til að þróa og breyta hjólunum. Margar tilraunir hafa orðið notendum til hagsbóta og ánægju. Eitt er það viðfangsefni sem heillar marga; að búa til reiðhjól sem knúið er af einhverju öðru afli en manninum sjálfum. Það má vafalaust deila um það hvort slíkur fararskjóti nefnist reiðhjól eða eitthvað annað. Mótorhjól og vélhjól eru nöfn sem allir kveikja á enda segir nafnið allt sem til þarf. Mótorknúið reiðhjól er óljóst nafn og kannske tímabært að fara að hugsa málið betur.
Kínverjar nota reiðhjól mikið, hér er stutt myndband sem sýnir tilburði til að mótorvæða og endurbæta reiðhjól og svo myndir frá Kína. Hafa ekki Kínverjar vinninginn...ennþá a.m.k?

• Þetta er endurbirt hér í betri gæðum en það sem áður var hér. •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.