Monday, December 27, 2010

WOKmedia

WOKmedia er stofnað 2004 af hönnuðunum Julie Mathias and Wolfgang Kaeppner. Þau vinna í London en reka útibú í Shanghai.
WOKmedia fæst bæði við hönnun og innsetningar. Þau hafa tekið þátt í mörgum alþjóðlegum sýningum  og eru verk þeirra á mörgum söfnum. Það verður áhugavert að fylgjast með þeim áfram.
Hér eru sýnd nokkur dæmi um verk WOKmedia en þau komu einnig við sögu hér.

• Between Lines • Hönnun / Design: WOKmedia
Between Lines, sem er 2.7 metrar á lengd, er gert úr stáli sem skorið er með lasergeisla og síðan húðað með svörtu gúmmíi. Hægt er að vefja því upp svo lítið fari fyrir því eða festa það upp á margvíslegan hátt með skrúfum. Hönnuðirnir telja það verkinu til ágætis að það safni ekki ryki eins og dæmigerðar bókahillur.



• Once hlutir úr matprjónum • Hönnun / Design: WOKmedia
Once er gert úr matprjónum (chopsticks) sem "prjónaðir" eru saman til að móta hluti án þess að nota nokkur önnur efni t.d. lím. Nafnið "Once" stendur fyrir "einnota" og vilja hönnuðirnir með þessu fá fólk til að endurmeta neysluvenjur sínar. Hver hlutur er gerður í tuttugu eintökum. Once hefur fengið fjölda viðurkenninga og er m.a. sýnt söfnum í Bandaríkjunum og Hollandi.



 •Precious bursti • Hönnun / Design: WOKmedia
 Ætli rykmaurum finnist þeir hafi mætt ofjarli, eða örlögum, sínum þegar þeir mæta Precious!

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.