Mikil vakning er í umhverfisvænni hönnun, "Green Design". Hvar sem litið er má sjá hönnuði velta fyrir sér skynsamlegri nýtingu efna og hvað hægt er að skapa úr því sem annars er hent.
Hér er fínn lampi úr flöskum, takið einnig eftir að standurinn er gerður úr efnum sem seld eru í metratali í Byko.
Nafnið "ljót andarunginn" sem hönnuðurinn gefur lampanum er eiginlega öfugheiti því það er svo sannarlega ekkert ljótt við hann.
Varúð! Ef einhver hyggst gera sinn eigin lampa úr flöskum er bent á að ekki má nota venjulega gló- eða halogenperu í hann. Þær eru of heitar og munu kveikja í lampanum eftir stutta stund. Það á, hinsvegar, að vera nokkuð öruggt að nota nýju sparperurnar. En fylgist þó vandlega með og passið að það sé loftrúm milli skerms og peru.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.