Thursday, January 20, 2011

Ekki henda góðu húsgagni!

Í geggjun undanfarinna ára hafa mikil verðmæti farið forgörðum. Ágætar innréttingar, sem tilheyrðu hönnunar- og byggingarsögu okkar,  voru eyðilagðar eins og hvert annað drasl. Það getur ekki verið að innviðir allra þessa húsa hafi verið handónýtir. Sama er að segja um húsgögn sem var hent, það er alveg klárt að þar fóru margir dýrgripir fyrir lítið. Eitt merkilegasta tímabil skandinavískrar hönnunar 1950-1970 varð verst úti, húsmunir frá því tímabili eru margir hverjir mjög falleg listasmíð úr góðu efni.

• Verð nokkura húsgagna frá 1950-1970 í sænskum krónum •


• Húsgögn frá blómatímabili skandinavískrar hönnunar upp úr 1950, Verðin eru í sænskum krónum •

Verðmætamat er afstætt, fegurð, handverk og saga skiptir suma mestu máli en fyrir þá sem þurfa tölulegar staðreyndir eru hér nokkur dæmi um verð húsgagna frá 1950-1970 í sænskri húsgagnaverslun. Verðin eru í sænskum krónum, ég er viss um að töluvert af svona húsgögnum fór í Sorpu í æðinu mikla. Skrifborðið kostar virkilega 45.000 sænskar krónur en það er eftir Nönnu Ditzel.  Kannske fæst það í Góða Hirðinum!

• Hönnun frá 1950-1960, nothæf, eða hvað? •            

Verðin koma frá Moderna Möbelklassiker í Svíþjóð.

1 comment:

  1. Gömul húsgögn gefa innréttingunni karakter, settu bara ullarteppi á svona hægindastól og það verður strax flottara að innan.

    ReplyDelete

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.