Tuesday, March 22, 2011

"Höfðingi" stóll Gunnars H. Guðmundssonar



Höfðingi Gunnars H. Guðmunssonar

Verðlaunapeningurinn
frá 
München 1961
Höfðinginn" eða „Chieftain", hannaði  Gunnar H. Guðmundsson (1922-2004) árið 1961. Þessi stóll fór víða og vakti allstaðar mikla athygli, m.a. vann hann til verðlauna á hönnunar og handverkssýningu í München (1961) og árið 1974 valdi London Times hann sem athyglisverðasta hlutinn á húsgagnasýningu í Olympia Centre í London. Gunnar hannaði einnig borð í stíl við stólinn og var hvort tveggja framleitt hjá Kristjáni Siggeirssyni. Stóllinn sem hér er sýndur er í eigu Tilraunastöðvarinnar á Keldum.
Gunnar starfaði lengi hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar auk þess að sinna verkefnum á eigin vegum. Húsgögn og innréttingar eftir hann eru víða t.d. í Landsbankanum og Höfða móttökuhúsi Reykjavíkur. Hönnun Gunnars var fáguð, markviss og nákvæm, öll smáatriði hugvitsamlega leyst með einstakri virðingu fyrir efni og handverki. Sjálfur var hann glæsilegur á velli og ég minnist þess alltaf hvað hann gekk í fallegum fötum - sannur höfðingi. Til gamans má geta þess að hann lærði húsgagnasmíði hjá Hjálmari Þorsteinssyni en sonur Hjálmars var Halldór Hjálmarsson sem m.a. hannaði stólinn „Skata" og Mokka-kaffi við Skólavörðustíg.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.