![]() |
Spira sófi Þorkells Guðmundssonar á fáa sín líka.
Hér er hann með upprunalega áklæðinu sem Þorkell hannaði
|
Spira-sófan hannaði Þorkell G. Guðmundsson árið 1965 fyrir Á. Guðmundsson. Þessi sóffi á fáa sína líka, enda barst hróður hans víða og hann var framleiddur í miklu magni. Armarnir eru lagðir niður með einu handtaki svo úr verður rúm í fullri stærð og undir miðjunni er stór rúmfatageymsla. Á daginn mynda púðarnir bak svo rúmið breytist í sófa en þá má einnig nota sem höfuðpúða. Þorkell hannaði einnig röndótt áklæði í nokkrum litum, sem framleitt var sérstaklega fyrir sófann hjá ullarverksmiðunni Gefjuni á Akureyri.
Árið 1969 var haldin "Húsgagnavika" í Laugardalshöllinni. Þetta var stærsta húsgagnasýning sem haldin hafði verið hérlendis. Alþýðublaðið birti grein um sýninguna og segir hún á skondinn hátt allt sem um hönnun sófans þarf að segja:
Árið 1969 var haldin "Húsgagnavika" í Laugardalshöllinni. Þetta var stærsta húsgagnasýning sem haldin hafði verið hérlendis. Alþýðublaðið birti grein um sýninguna og segir hún á skondinn hátt allt sem um hönnun sófans þarf að segja:
„ Á sýningunni getur að líta margt glæsilegra gripa, og töluvert ber þar á nýtzkulegum húsgögnum, sem í flestum tilfellum eru teiknuð af ísl.arkitektum. Mesta athygli fagmanna, sem á sýninguna hafa komið vakti þó sófi, sem á mjög einfaldan og fljótlegan hátt má breyta í rúm. Er lausn in svo einföld, að það vekur almennan hlátur meðal húsgagnaarkitekta yfir því, að þeim skyldi ekki hafa dottið þetta í hug sjálfum. Þorkell G. Guðmundsson hefur teiknað þennan sófa, en smíðastofa Sverris Hallgrímssonar smíðar."
Þorkell er einn af frumkvöðlum húsgagnahönnunar hér á landi, m.a. vann hann fyrir Á. Guðmundsson í 25 ár og átti síðar stóran stóran þátt í að byggja upp hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði sem er fyrsta hönnunardeild hérlendis. Sjá meira hér (bætt við í maí 2011)
Hér er auglýsingabæklingur.
Smellið á myndirnar til að skoða í fullri stærð
![]() |
Auglýsingabæklingur - Hönnun: Gísli B. Björnsson ------------------------------------ Uppfært 7.ágúst 2011. |
• Nú eru komnar myndir af sófanum með upprunalega áklæðinu. Þorkell lánaði okkur bæklinginn sem hér er birtur í heild.
•Flottur bæklingur hannaður af Gísla B. Björnssyni einum að okkar færustu augýsingahönnuðum. Gísli hannaði m.a. merki sjónvarpsins fyrir 46 árum síðan, árið 1965-"66 .
------------------------------------
Uppfært 14. október 2012
Fann þessa frábæru mynd nýverið (október 2012) á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur og það verður ekki hjá því komist að birta hana. Á myndinni liggur hönnuðurinn sjálfur í sófanum sínum á sýningunni "Húsgagnavika í Laugardalshöll" 1969.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.