Monday, January 17, 2011

Ástfangnir stólar

• Sönn ást hjá þeim rauðu. Gulir eru að gera sig til • Hönnun/Design: Jeroen van Laarhoven


Það er engin spurning; þetta eru ástfangnir stólar. Þeir haldast í hendur, taka létt yfir axlirnar, færa fæturna feimnislega til hliðar. Við nánari kynni færast axlirnar saman, fætur snertast .......

Samskipti eru ekki bara talað mál, þau eru líka hreyfingar, áherslur og allskonar vísbendingar  (body language). Með þetta í huga hannaði Jeroen van Laarhoven þessa stóla. Skemmtileg hugmynd og útfærslan virkar mjög sannfærandi. Þetta eru væntanlega stólar sem verða sorgmæddir ef þeir standa einir. Það eru fleiri áhugaverðir hlutir á vefnum hans.

• Einfalt efnisval gerir vísbendingarnar greinilegar •
• Það er nú eitthvað á seiði þó feimnislegt sé •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.