|
• Drengur með flugdreka, helsta áhugamál barnanna í hverfinu • |
|
• Frumhugmynd hönnuðanna. Mynstur eins og geislar • |
Árið 2007 var máluð mynd af dreng með flugdreka, á 150 fermetra vegg í Vila Cruzeiro, stærsta fátækrahverfi Brasiíu, í miðri í Rió. Verkið, sem var unnið af íbúum hverfisins undir stjórn Hollendingana Jeroen Koolhas og Dre Urhahn, hlaut heimsathygli og er nú stolt hverfisins. Þeir Jeroen og Dre hyggjast nú mála húsin í hverfinu í mynstrum sem þeir hafa hannað. Verkið er hafið og eins og það fyrra er það unnið af íbúunum sem fá fræðslu, verkþjálfun og laun fyrir vinnuna.
Eins og búast má við eru menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti þessa verkefnis, segja þá sem mest fá út úr verkefninu vera hönnuðina, þeir verði frægir en fólkið í fátækrahverfinu gleymist. Verkefnið, sem er nefnt
Flavela Painting, nýtur samt mikils stuðnings og hönnuðirnir eru sannfærðir að það verði öllum til góðs. Það er fjármagnað með frjálsum framlögum og stutt af fyrirtækjum t.d. í málningariðnaði.
|
• Fátækrahverfið (skúrahverfið "Flavela") er í hlíðum Ríó • |
|
• Málararnir ungu, fá fræðslu, verkþjálfun og laun • |
|
• Fyrstu húsin komin með lit ... og strípur. Þvottur á snúrum í horninu hægra megin • |
|
• Litir og mynstur mótast endanlega á staðnum. • |
• Fínar myndir og teikningar á Facebook síðunni •
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.