Saturday, February 26, 2011

Forsetastólll Alþingis eftir Guðjón Samúelsson


Forsetastóll Alþingis eftir Guðjón Samúelsson og Ríkharð Jónsson.

Guðjón Samúelsson (1887-1950), húsameistari, teiknaði þennan stól fyrir Alþingi 1925-1930. Stílbrigði stólsins er væntanlega innblásið frá mið-Evrópu. Stóllinn, sem er úr eik og bólstraður með leðri,  er listilega útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara.  Ég hef heyrt þennan stól nefndan "Ráðherrastóll" en tel að hið rétta sé "Forsetastóll" eins og fram kemur í sögu Alþingishússins á vef Alþingis.
.

2 comments:

  1. hvað voru gerðir margir stólar

    ReplyDelete
    Replies
    1. Stótarnir munu vera þrír, stólar skrifstofustjóra og starfsmanna skrifstofu Alþingis frá 1930 og á milli þeirra forsetastóllinn útskorinn af Ríkharði Jónssyni.
      Bendi á sérstaklega áhugaverðan vef um Alþingishúsið á þessari slóð: https://ungmennavefur.is/husid-og-gardurinn

      Delete

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.