Monday, March 21, 2011

Þróunarverkefnið "Design with Conscience"

Blómavasi, glas, karafa, trekt úr flöskum frá Guatemala.
 "Design with Conscience" mætti þýða "Hönnun með hugulsemi", kannske ekki alveg kórrétt, en það segir allt um verkefnið sem hönnunarstofan Artecnica hefur gert að veruleika með því að fá þekkta hönnuði í lið með sér  til að þróa vörur, sem handverks- og listamenn í fátækum löndum framleiða. Notað er hráefni sem er á staðnum eða endurunnið efni. Hella Jongerius hannaði t.d. hluti úr efni sem til fellur við ræktun kakóbauna  og Stephen Burks hannaði borð og stóla úr endurunnum vír. 
Hlutirnir "tranSglass" á myndunum, sem eru framleiddir í Guatemala, hafa hlotið mikla athygli. Flöskunum er safnað á hótelum og veitingahúsum, þær eru síðan skornar og slípaðar samkvæmt hönnun Emmu Woffenden og Tord Boontje. Handverksfólkið fékk kennslu og verkstæði  var byggt fyrir verkefnið. Artecnica aðstoðaði svo fólkið við að koma framleiðslunni í af stað og sér um að selja hana á vesturlöndum. 

Hönnuðir "tranSglass" Emma Woffenden og Tord Boontje.
Það eru fleiri myndir á Facebook síðunni.


via: designboom.com, google. Wikipedia og Photoshop (auðvitað)
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.