Saturday, June 4, 2011

"The FunTheory" - Hafa skal það sem skemmtilegra reynist

Hámarkshraði við skóla sem ég ek daglega hjá er 30 km - flestir aka hraðar þrátt fyrir að ljósaskilti upplýsi hraðan sem ekið er á og allskonar aðgerðir hafi verið gerðar til að gera akstur götunnar sem óþægilegastan - ekkert dugar til. Hvað er til ráða? Mér datt í hug skilti eins og "Like" takkann á Facebook - þumall upp fyrir löglegan hraða en niður fyrir ólöglegan. Svo rakst ég á síðuna "www.thefuntheory.com" sem Volkswagen hefur sett upp og heillaðist af boðskap hennar. Þeir telja að með því að gera "réttu" leiðna skemmtilega sé hægt að breyta hegðun fólks. Til að kanna viðbrögð við þessari teoríu var efnt til hugmyndasamkeppni. Tillögurnar eru frábærar og það er vel þess virði að eiga skemmtilega stund við að skoða allar 720 tillögurnar. Ég er kominn á 423 og hlakka til að halda áfram.
Hér að neðan eru þrjár verðlaunatillögur. Því miður fann ég ekki nafn allra höfunda og rétt er að geta þess að sænska fyrirtækið DDB sá um að útfæra nokkrar tillögur  ásamt Volkswagen.

Stundum gengur illa að skoða myndbönd hér á Blogger - of mikil umferð - 
því er best að smella á YouTube merkið og skoða myndirnar þar.


Lottó með aðstoð hraðamyndavéla.
Í vinningstillögu sinni veltir Kevin Richardson fyrir sér hvernig hvetja megi fólk til löglegs aksturs. Hugmyndin er bráðsnjöll og skemmtileg. Hraðamyndavél fylgist með ökumönnum - sektað er fyrir hraðakstur  og sektin fer í pott eins og hjá Lottó. Þeir sem aka á réttum hraða verða sjálfkrafa þátttakendur í lottóinu og gætu fengið óvæntan vinning sendan heim. Þessi hugmynd hefur verið gerð að raunveruleika í Stokkhólmi.


Heimsins dýpsta sorpílát
Sumir eiga í mestu vandræðum með þá einföldu og sjálfsögðu athöfn að henda rusli í sorpílát. Fólk hendir sorpi hvar sem er á ótrúlegustu stöðum. Er hægt að örva fólk til að nota sorpílát með því að gera athöfnina skemmtilega? Kíkið á þetta.


Píanó stigi
Það mun vera hollara að ganga stigann en að taka lyftu eða rennistiga. Fæstir taka mark á þessari ráðleggingu. Hvað ef það væri skemmtilegra að ganga stigann?



Leikur á rauðu ljósi
Það er hundleiðinlegt að bíða á rauðu ljósi. Magrir leggja sig og aðra í hættu þegar þeir hlaupa yfir á rauðu ljósi. Guy Dayan fékk vin sinn til að leika hljómlist fyrir á meðan rautt ljós var á. Hljómlistinina útsettu þeir sérstaklega úr lögum sem innihalda "stop" og "stand".

Myndböndin eru af vefsíðu keppninnar: www.thefuntheory.com
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.