Sunday, January 12, 2014

Halyard stóllinn - innblásinn af sandi




Danski húsgagnaarkitektinn Hans J. Wegner hannaði Flag Halyard stóllinn árið 1950. Sagt er að hugmyndin að stólnum hafi kviknað þegar Weger var með börnum sínum á ströndinni á heitum sumardegi. Á meðan börnin leku sér í sjávarmálinu byggði Wegner sér þægilegt sæti úr sandinum sem hann raungerði síðar í Halyard stólnum. 
Stóllinn er gerður úr stáli,  240 metrum af flagglínu, gæruskinni og höfuðpúða úr leðri eða lituðum segldúk . Form hans er frumlegt og öll smáatriði hugvitsamlega leyst eins og við er að búast hjá Wegner. Þetta er einn af fáum málmstólum Wegners en hann var meistari tréstólanna og notaði flagg- og pappírsnúrur í marga stóla sinna.
Werner hafði ekki sérstakan framleiðanda í huga þegar hann teiknaði Hayard stólinn en í dag fæst hann hjá PP Möbler.


Meistarinn í stólnum sínum
 Myndir:  PP Möbler



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.