Thursday, December 16, 2010

Myndir og rammar á art.com

• Myndirnar á síðunni er gerðar á art.com •

Það er gaman að heimsækja á þessa síðu og auðvelt að eyða löngum tíma í að fikta með myndir og ramma!
Myndirnar sem birtast með þessu spjall voru gerðar art.com.

Á art. com. eru seldar myndir og rammar af öllu tagi. Þar eru yfir 100.000 myndir í boði og auk þess er hægt að hlaða upp eigin myndum til vinnslu. Það er t.d. hægt að láta prenta mynd á striga og setja hana á blindramma eins og gert er við málverk. Flestar myndirnar fást í nokkrum stærðum. 

Á art.com er allt gert til að auðvelda val á mynd og ramma og gera þetta skemmtilegt. Ferlið er svona:

Þú velur mynd og hún fer á nýja síðu þar sem boðnir eru rammar og karton. Myndin er sýnd eins og hún sé á vegg og hægt er að breyta litnum á veggnum að vild.  Ótal rammar eru í boði og sést breytingin um leið og skipt er um ramma. Fleiri tól til að auðvelda valið má nálgast á þessari síðu.
Því næst er hægt að sjá myndina á vegg í raunverulegu rými t.d. eins og þeim sem fylgja þessum pistli. Velja má allskonar umhverfi og það er jafnvel hægt að hlaða upp myndum af þinum eigin vegg og skoða myndir á honum. Líki þér ekki við mynd eða ramma er hægt að fara til baka og breyta t.d. rammanum eða skipta um mynd. Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg og auðvelt að ánetjast! 



• Kandinsky og stólarnir keppa og tréð...• Held ég reyni aftur •

Hafir þú hug á að kaupa mynd á art.com heldur þú áfram svona:

Við hvert skref kemur verðið fram, fyrst myndin svo bætist ramminn við o.s.f.v. Þegar kaup hafa verið ákveðin er farið í gegn um venjulegt ferli við vefkaup. art.com sendir vöru til Íslands og fer verðið eftir stærð. h&h athugaði nokkur verð; Fyrir stóra mynd, 87 sm x 175 sm, sem kostar 250 dollara þarf að greiða 90 dollara í flutningskostnað. Fyrir litla mynd, 30 sm x 30 sm, sem kostar 10 dollara þarf að greiða 20 dollara í flutningskostnað. Flutningskostnaður kemur fram í þrepi tvö við uppgjör, það er áður en kortanúmer er gefið upp, og hægt að hætta við þar ef manni þykir verðið of hátt.


 Veit ekki ... kannske hundurinn ..•
art.com

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.