Stóllinn "cord" hefur hlotið lof, umfjöllun og verðlaun af mörgum ástæðum. Formið er svo fíngert að hann virðist brothættur en er samt mjög sterkur. Við fyrstu sýn virðist hann vera svo léttur að hann detti um koll við smá snertingu. Þegar honum er lyft kemur, hinsvegar, í ljós að eitthvað stemmir ekki því hann er mikið þyngri en búast mætti við af svo efnislitlum tréstól. Skýringin er sú að burðarvirki stólsins er úr stáli sem síðan er klætt með viði. Útkoman er aðdáunarverð; öll áferð og samsetningar á viðnum eru eins og fínasta handverk, enda er stóllinn handsmíðaður. Stálið sést einungis undir fótunum, það er gert af ásettu ráði til að sýna hvað viðurinn er þunnur og til að skýra nafnið. Þegar horft er neðan á fæturnar má ímynda sér sundurskorinn rafmagnsvír, það skýrir nafnið "cord".
Við framleiðsluna eru notaðar aðferðir sem voru sérstaklega þróaðar fyrir þennan stól. Hönnunin liggur því ekki eingöngu í forminu heldur einnig í þeim verkferlum sem hann fer í gegn um áður en ánægður kaupandi sest á hann heima hjá sér. Hönnun er oftast meira en auganu mætir.
Afkvæmi "cord" stólsins var kynnt nýlega; það nefnist "wire-chair" og er eingöngu úr stáli.
- Hönnun & hlutir myndband
- Skoða á designboom
- Hönnuður: nendo • http://www.nendo.jp/
- Framleiðandi: Maruni • http://www.maruni.com/
• cord stóllinn. smáatriðin skipta máli • |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.