Wednesday, December 22, 2010

Þrívíddar teikningar


• Ljósmynd eða teikning... ? 

Gríðarlegar framfarir eru í þrívíddar-teikningum. Það auðveldar alla vinnu við hönnun og ákvarðanir að geta skoðað byggingu, næstum því eins og að vera á staðnum, áður en hún er byggð. Hjá framleiðendum forrita ríkir mikil samkeppni, stöðugt bætast við ný forrit og uppfærslur með nýrri tækni. Framleiðendur leggja einnig mikla áherslu á að gera viðmótið sem einfaldast því oft eru þessi forrit mjög flókin. Það er þó listamaðurinn sjálfur sem mestu máli skiptir, forritið er aðeins áhald til að vinna verkið sem hann sér fyrir sér.

Til gamans eru hér tvær myndir af Box Office; önnur er ljósmynd en hin er teikning, þær eru mjög líkar. Læt ykkur eftir að segja til um hvor er hvað, skoðið fólk, himin og hvort eitthvað vantar í umhverfið.

Teikningarnar eru gerðar af  Tim Nelson og á vefsíðu hans má sjá fleiri teikningar.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.