Thursday, December 16, 2010

Yddari án loftmótstöðu!






Það má með sanni segja á að þessi yddari, sem hannaður er var af Raymond Loewy, á þítugasta áratugnum, valdi gallhörðum "form follows function" átrúendum vangaveltum. Byggður á dropaformi, eins og vængirnir á Studebaker bílunum sem Loewy hannaði, úr gegnheilu áli, með sogskál undir svo hann má festa hvar sem er,  þá gefur yddarinn vissulega tilefni til að spá i hvaðan formið er sprottið. Kannske er ekkert sem bendir til að hér sé um yddara að ræða nema sveifin.
En veit einhver hvernig búast má við að yddari líti út?- Spyr sá sem ekki veit. 
Það er kæmi mér ekki á óvart að þessi yddari hafi orðið á vegi Phillipe Starck einhverntímann.

Raymond Loewy  var mjög afkasta- og áhrifamikill iðnhönnuður sem vert er að gera betri skil seinna. 
Áhrifa hans gætir allstaðar í kring um okkur en í dag. Áætlað var að, á meðan áhrifa hans gætti mest, hafi 75% Bandaríkjamanna daglega umgengist eitthvað sem hann hannaði. Sagt er að fyrir hans tilstilli hafi framleiðendur heimilistækja byrjað byrjað að kynna ný módel árlega. 

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.