Thursday, December 16, 2010

Gítarpickup - með berum hnúum

Á tímum stórfelldra tækniframfara á öllum sviðum mætti búast við spennandi nýjungum í gerð gítarpickupa. Því er ekki alveg svo farið. Aðal viðfangsefni framleiðenda er að búa til pickup sem jafnast á við þau gömlu frá 1960 til 1970, "Vintage" er orð dagsins. Leo Fender sagði að góð pickup væri aðeins hægt að handsmíða og nú hafa komið fram smærri framleiðendur sem handvefja pickup með vír sem líkist þeim gamla, nota í þau gamaldags segul og baða þau í vaxi eins og áður tíðkaðist.


Í Devon á Englandi, handsmíðar Tim MIlls  pickup á verkstæði sínu Bare Knuckle Pickups. Hann var orðin leiður á að leita eftir hinum rétta tón og smíðaði því sín eigin pickup. Það tóks svo vel að hann hóf framleiðslu, í smáum stíl, heima hjá sér. Hróður Tims hefur borist víða og nýtur hann mikillar virðingar í bransanum, enda fá pickupin hans frábærar umsagnir í blöðum og hjá notendum.
Tim leggur ríka áherslu á að vera í góðu sambandi við notendur. svarar sjálfur öllum fyrirspurnum umsvifalaust, gefur góð ráð og aðstoðar við valið. Það þekkir sá er hér ritar.

Í boði eru allar helstu gerðir en sérsmíði og breytingar eru líka í boði. Hljóðdæmin á vefsíðunni virka ekki en á henni er frábært spjallborð sem nördar og áhangendur nota m.a. til að skiptast á hljóðdæmum og er öllum ráðlagt að koma þar við.


Þægilegast er að kaupa sett sem valin eru saman. Algengt verð á single coil Strat setti er 165 pund en 220 pund ef einn humbucker er með. Tele sett eru á 135 pund. Við þetta bætist flutningskostnaður sem er 12 pund til Íslands. Virðisaukaskattur 17.5% (VAT) dregst frá verðinu þannig að  Strat set er rúm 150 pund en hér heima bætist 25% VSK við. Með í kaupunum fylgir svo Framus strengjasett sem bónus.
Það er mjög sjaldgæft að fá enskan virðisaukaskatt frádregin og fær Tim auka lof fyrir það!

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.