• CH 445 stóll Hans J. Wegners. Hannaður 1960 en smíðaður 2006 • |
• Hans J. Wegner (1914-2007) • |
Aðdáendur The Beatles gleðjast í hvert skipti sem gamlar upptökur þeirra eru gefnar út. Aðdáendur danska húsgagnaarkitektsins Hans J. Wegner geta einnig glaðst því nú er "nýr" stóll sem hann hannaði kominn í framleiðslu. Stólinn CH 445 hannaði Wegner árið 1960, aðeins fáein eintök af honum voru smíðuð. Árið 2006 fóru Carl Hansen & Son að huga að endurkomu stólsins og nú er hann framleiddur í upprunalegu formi eftir þeim teikningum sem fundust. Sérstök viðhafnarútgáfa í 100 tölusettum eintökum verður einnig framleidd.
Hans J. Wegner (1914-2007) var einn af fremstu húsgagnaarkitektum Danmerkur. Hann lærði trésmíði og stundaði síðan nám í hönnun 1936-1938. Handverk var honum hugleikið og hann lagði alúð við allar samsetningar, frágang og smáatriði. Hann var þekktur sem "meistari stólsins" og kom að hönnun meira en 400 stóla.
• Stóllinn er mjög þægilegur eins og aðrir stólar Wegners • |
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.