• Sennilega bráðsnjöll hugmynd • Hönnun/Design: Nathalie Stämpfli • |
Fyrst hugsaði ég: "Ein græjan í viðbót, er aldrei friður", en við nánari íhugun er þetta sennilega sniðug hugmynd. Venjuleg sápa og raspur, ein á vegginn og önnur vatnsheld í sturtuna. Burt með slímugar sápur sem renna manni úr greypum og eru óhreinar og sprungnar, inn með raspaðar sápur. Væntanlega er þetta líka umhverfisvænt, og ef það virkar ekki er allavega hægt að nota græjurnar í eldhúsinu, ostarasp og piparkvörn.
• Ef allt bregst er þetta örugglega fínasta piparkvörn • |
Þetta er skólaverkefni Nathalie Stämpfli sem lauk nýlega námi í iðnhönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.