Saturday, January 22, 2011

Hattar og höfuðdjásn

• Hluti af: Sumar 2008 "Desert Rose" •

Diana prinsessa og Rolling Stones áttu það sameiginlegt að ganga með hatta frá  Stephen Jones. Hann er einn af áhrifamestu hötturum heimsins og vinnur með öllum helstu tískuhúsunum og fólki sem eitthvað má sín í bransanum. 
Mér skilst að allir sem eitthvað vita um tísku eigi að þekkja Stephen Jones. Þetta á ekki við um mig, ég veit lítið um hatta, svo ég læt duga að gefa upp vefsíðuna hans þar sem sjá má fullt af flottum höttum og finna áhugaverðar upplýsingar. Eitt veit ég þó; þessir hattar eru heillandi hönnun, algjört augnayndi. 
Hvers vegna gengur fólk ekki lengur með hatt? Hattur gefur afar persónuleg skilaboð um þann sem hann ber og þeim fylgja allskonar skemmtilegir siðir svo sem og að taka ofan eða heilsa einhverjum með því að bera hönd að hattbarðinu.

• Hlutar af: Shangri-la 2007 (efri röð), Sumar 2010 (neðri röð) •  

• Hluti af "Covent Garden" 2008 •
• Brúðarhattar / slör •

Vefsíða Stephen Jones  •  Stephen Jones í Wikipedia




No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.