Saturday, January 22, 2011

Taska fyrir hátalara og útihátíðir

• BoomCase. Uppáhalds taskan, 200 wött og eins margir hátalarar og maður vill •

Ferða magnari þarf auðvitað að vera "ferða"-eitthvað og hví ekki "ferða-tösku"magnari. Herra SIMo græjar það, hægt er að leggja til (uppáhalds) töskuna sína eða fá eina gamla hjá honum. Síðan er ákveðið hvernig græjan á að vera, hve margir hátalarar af hverri gerð, styrkur allt að 200 wött, þráðlaus móttakari o.s.f.v. Hægt er að tengja öll tæki sem hafa útgang fyrir heyrnatól t.d.iPod, iPhone og gítar eða hljóðnema. Rafhlöður endast í allt að 8 klukkustundir. Græjan heitur BoomCase.
• TDK 2 eða 3 6" hátalarar •
 • BoomBOX •

TDK, sem framleiðir hljómtæki, er einnig að koma með álíka græju. Hún getur spilað frá nánast öllu sem hægt er að geyma hljóð á, iPoddum og símum, USB minnislyklum, hægt að tengja gítar og hljóðnema og útvarp er innbyggt. Græjan er 35 wött og gengur fyrir rafhlöðum eða spennubreyti. Hún nefnist BoomBox

Sem sagt, mikið boom-boom og skella sér bara á næstu útihátíð og blasta græjuna. 
• Eða bara í gítarkassan •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.