Sunday, January 16, 2011

Ítalskur listasmiður


Andrea Bugi er trésmiður, hann býr á gömlum fjölskyldu búgarði á Ítalíu og hér að ofan sést útsýnið úr vinnustofunni hans. Hann smíðar úr efni sem hann finnur hér og þar, járnbrautateinum, rótum 400 ára gamals ólívutrés, gamalli hurð, stól sem á vanta fót, gluggahlera, marmara og öðru sem á vegi hans verður . Allt öðlast þetta nýtt líf í höndum hans og verður að handverki,  þar sem uppruni efnisins ræður mestu. Hann segir náttúruna hafa gefið hlutunum formið, hans hlutverk sé bara að finna það. Hann selur smáhluti úr ólivutré í völdum verslunum, en aðal áhugamál hans er að búa til stærri hluti. 
Ég gat ekki valið úr myndunum sem ég fékk svo hér eru þær allar. Þær voru of fallegar til að skilja nokkra út undan, mikil listaverk og stemming. Hafði upp á ljósmyndaranum sem er danskur, hún heitir Ditte Isager og býr nú í New York. 






• Hér eru svo verkfærin. Takið eftir merkinu hans •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.