Saturday, January 15, 2011

Gormur og fellistóll frá Ástralíu

Við verðum ekki mikið vör við ástralska hönnun hér á klakanum. Það er miður, Ástralir gera frábæra hluti sem vert er að skoða. Framvegis verður reynt að bæta úr þessu hér og kynna ýmislegt sem þessir andfætlingar okkar fást við. Hér er fyrsta taka.
"Melbourne Movement"eru samtök nokkura listaskóla. Tilgangur þeirra er að styðja unga hönnuði við að koma sér á framfæri. Efnilegustu hönnuðirnir fá m.a. tækifæri til að sýna á húsgagnasýningunni í Milanó.  Hér eru verk tveggja hönnuða sem sýna þar í ár, 2011.


• Gormurinn "Loopie" er sveigjanlegur að hvers óskum • Hönnun/Design: Louisa Kwan •

Louisa Kwan hannaði þennan skemmtilega spíral. "Loopie" er ekki eingöngu margbreytilegt sæti, börn geta skriðið um hann, hægt er að sitja, styðja sig við, og liggja á honum. Svo er hægt að sveigja hann og beygja eins og hver vill.  


• Frumgerðin í prófun •


Meagan Oglesby:

Þessi snjalli fellistóll, sem nefnist "Trellis" er hannaður af Meagan Oglesby. Hann þarf ekki skýringa við, minnir mig á t.d. barnagrind. Því miður er ekki að finna vefsíðu svo eini tengillinn, í bili er designquarterly. Þar er fjallað um fleiri áhugaverð verk ungra hönnuða.

Via: designquarterly

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.