Wednesday, January 19, 2011

Lampar Serge Mouille

• Lömpum Serge Mouille er líkt við flugur og fljúgandi furðuhluti •

Ekki gera ekki allir sér grein fyrir hvenær þeir hafa í höndunum verðmæta hluti og því er hætt við að þeir fari forgörðum. Verðmæti hönnunar er að vísu afstætt, matið getur helgast af fegurð, sögulegu og tilfinningalegu gildi eða söluverðmæti, svo nokkuð sé nefnt. Hvað bíður nýrrar hönnunar vitum við ekki en það gæti verið eitthvað í líkingu við sögu lampana sem hér eru sýndir.

• Smíðaði lampana sjálfur •

Serge Mouille (1922-1988) lærði silfursmíði í París. Árið 1945 opnaði hann vinnustofu þar sem hann hannaði ýmislegt fyrir einstaklinga. Hann heillaðist af hönnun lampa og frá 1953 helgaði hann sig því verkefni. Mouille smíðaði sjáfur lapana sem voru afar nettir og líkt hefur verið við flugur og fljúgandi furðuhluti. Ekki er ljóst hve marga lampa hann smíðaði en þeir eru nú mjög eftirsótti og seljast á mörg þúsund dollara, verð þriggja arma lampa er a.m.k. 12.000 dollarar.
Það er kannske rétt að kíkja í geymsluna.

• Einkenni lampana eru fínlegur standurinn og grannur leggur að svífandi lampahlíf •


1 comment:

  1. This brand is a true inspiration to us all at Delightfull from day one. It's the uniqueness and quality in all their products that drives us when creating new pieces such as the ones.
    DESIGN UNIQUE LAMPS,
    Delightfull.eu

    ReplyDelete

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.