Friday, January 28, 2011

Tímalaus húsgögn Finn Juhl

•      Poeten (1941)       •       Model 57 (1957)      •      Model 4600 (1946)      •
Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) vann margvísleg verkefni, hannaði byggingar, innréttingar í flugvélar fyrir SAS, húsgögn og sýningar og var kennari.  Hann er þó best þekktur fyrir húsgagnahönnun. Húsgögn hans voru  umdeild, t.d. var Pelikan (1939) stóllin  uppnefndur "þreyttur rostungur"- þrátt fyrir það hafði hönnun hans mikil áhrif og vann að lokum það sess sem hún verðskuldaði.  Fyrir hans tilstilli barst hróður danskrar hönnunar til Ameríku þar sem honum var m.a. falin hönnun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Pelikan (1939) ,uppnefndur "þreyttur rostungur". Hann er ekki þreytulegur í dag •
Hönnun Juhls einkennist af mjúkum, flæðandi, línum, dökkum við og grunnlitum. Sérstakt einkenni stóla er bakið, sem  oftast er ekki hluti af burðarvirkinu. Formið hefur engin takmörk í tíma, það endurspeglar ekki formgjöf samtímamanna Juhls og það er ekki háð neinu öðru en meistaranum sjálfum; Finn Juhl. Tímalaus hönnun Finns Juhl eru gott dæmi um húsgögn sem verða aldrei "gömul".
• Baker Sofa (1951) hannaður fyrir Ameríku •
Baker sófinn var hannaður fyrir Ameríku og framleiddur þar. 
Sófinn var fyrir nokkru verðlaunaður sem "Besta endurkoman" af tímaritinu Wallpaper.

• Model 45 (1945) glæsilegastur allra stóla Julhs • Höfðinginn innblásin af list frumbyggja •

















Á stólunum hér að ofan greinilega má sjá hvernig bak og seta eru sjálfstæðar einingar.

 • Danska fyrirtækið One Collection framleiðir húsgögnin      •        Finn Juhl á Wikipedia •
• Ágætt myndasafn - en það eru mörg góð söfn á vefnum •

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.