Apollo húsgögn Gunnars Magnússonar og maður á tunglið sama ár. |
Bandaríska tunglfarið Appolo 11 lenti á tunglinu 20. júlí 1969, sama ár og Gunnar Magnússon, húsgagnaarkitekt, hannaði Apollo stólinn ásamt kolli og borði. Þetta var því merkisár. Eins og öll hönnun Gunnars er stóllinn elegant en jafnframt einfaldur. Efnislistin fyrir þennan stól er ekki langur; þrjár bognar limviðarplötur, hringlaga seta, sex (sýnilegar) skrúfur og tveir bólstraðir púðar. Úr þessu verður til flott húsgagn sem fer vel í rými, er hæfilega massívt en síbreytilegt eftir því hvar á það er litið, stundum opið, stundum lokað og svo er hnappur í miðri setunni eins og þar hafi verið stungið niður hringfara.
Sýningin "Gunnar Magnússon '61-´78" í Hönnunarsafninu opnar 11.febrúar og stendur til 28. maí 2011.
.
Sýningin "Gunnar Magnússon '61-´78" í Hönnunarsafninu opnar 11.febrúar og stendur til 28. maí 2011.
.
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.