Saturday, February 26, 2011

Hurðarhúnn með lúðri

Tilgangur áhaldsins er ekki alveg ljós við fyrstu sýn, en augljós að fengnum  skýringum.


Foreldrið
Einfaldar og hugvitsamlega gerðar græjur hafa alltaf heillað mig og þessi er akkúrat þannig. Hurðarhandfang með innbyggðum lúðri til að láta vita af sér er skemmtileg hugmynd og ekki spillir hve fallegt það er og notadrjúgt. Hugsa sér t.d. þegar unglingurinn er með græjurnar eða heyrnartólin á fullu blasti og heyrir hvorki bank né köll - svona lúður nær örugglega í gegn um hljóðmúrinn. Svo er hægt að nota hann í margt fleira t.d. taka hann með í gönguferðina sem öryggistæki, en þá er reyndar ekki hægt að opna hurðina á meðan - unglingurinn er læstur inni!
Hönnuðurinn,  Dieter Volkers, hefur gert fleiri skemmtilega hluti úr silicon blöðrum sem vert er að skoða.

Belgur, hljóðfjöður og lúður "Er einhver heima?".

Via: Core 77      •      Vefsíða hönuðar: Dieter Volkers

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.