Friday, March 25, 2011

Sýning húsgagnaarkitekta 1961

Húsgagnaarkitektarnir átta - hver á sínum stól
1. Halldór Hjálmarsson • 2. Helgi Hallgrímsson • 3. Gunnar Theodorsson •4. Gunnar Guðmundsson
 5. Þorkell Guðmundsson • 6. Árni Jónsson • 7. Kjartan Á. Kjartansson • 8. Hjalti G. Kristjánsson
Í tilefni Hönnunarmars er vert að minnast frumkvöðla í húsgagnahönnun hérlendis. 
Félag Húsgagnaarkitekta (FH) var stofnað af sex húsgagnaarkitektum árið 1955. Árið 1960 hélt félagið sína fyrstu sýningu í nýbyggingu Iðnskólans í Reykjavík og aðra árið eftir að Laugavegi 26. Að baki sýninganna lá mikil vinna og metnaður - myndirnar tala sínu máli - sýningarsvæðið er þéttskipað húsgögnum og listmunum sem einnig voru til sýnis. Þegar hýbýlafræðingum tók að fjölga hérlendis fengu þeir inni í FH sem síðar var breytt í Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI) sem nú telur  rúmlega 70 félaga, þar af a.m.k. 50 konur. 
Sýningin - auk húsgagna voru ýmsir listmunir til sýnis  
          Helgi Hallgrímsson -Stóll og skammel                  • •                        Þorkell Guðmundsson -  Hægindastóll 
Halldór Hjálmarsson - Stólar                                   • • •                                                     Árni Jónsson - Bekkur
Myndirnar eru frá sýningunni 1961.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.