Saturday, March 26, 2011

Hönnunarmars - Húsgagna- og innanhússarkitektar á Grandagarði

Sýningasvæðið  að Grandagarði
Framlag Félags Húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI) á Hönnunarmars er sýningin 10+. Hún er  í rúmgóðu húsnæði á Grandagarði, Arkitektafélagið er einnig með aðstöðu þarna en ekkert var í gangi hjá þeim þegar ég kom á staðinn á Föstudaginn. Á 10+ sýna  25 hönnuðuðir verk af ýmsu tagi, lampa, húsgögn, textil o.fl. en auk þess eru Á. GuðmundssonSóló húsgögn og Sýrusson með sýningarsvæði. Talið er að á annað þúsund manns hafi mætt á opnunina, það endurspeglar væntanlega áhuga á hönnun -það er gott mál. Myndirnar sem hér fylgja eru í skissuformi til að sýna nokkra hluti og anda sýningarinnar. Krækjur í vefsíður eru tengdar við nöfn hönnuða og framleiðenda sem gefa upp vefföng í kynningarbæklingi. Upplýsingar um alla þátttakendur eru hér.
Retro Smile stóll, Sigrún Einarsdóttir  •  Wllis veggsess, Ragnar Þór Arnljótsson
Víðir stóll, Laufey Agnarsdóttir  •  B60 borð og stólar, Þorkell G. Guðmundsson
Eins og búast má við eru hönnuðir að fást við sæti og stóla af ýmsu tagi, allt frá "endurhönnun" til iðnhönnunar. Á myndunum eru frá vinsti: Retro Smile stóll, Sigrún Einarsdóttir - Wllis veggsess, Ragnar Þór Arnljótsson - Víðir stóll, Laufey Agnarsdóttir - B60 borð og stólar, Þorkell G. Guðmundsson.

Krot stóll, Ari Lúðvíksson  • Lampi, Anna Leoniak • Lampi, Bjargey Ingólfsdótti
Krot stóll, Ari Lúðvíksson -  Ég var ekki með rétta myndavél til að mynda lampa og lýsandi hluti, fer aftur á staðinn og bæti úr því. Þessir tveir verða að duga í bili, biðst forláts á að hafa ekki nöfnin á þeim, bæti úr því fljótlega: Lampi, Anna Leoniak - Lampi úr sigtum, Bjargey Ingólfsdóttir.

Stóll 6, Aðalheiður D. Þórólsfdóttir 
Hengjum lampan, Sigga Heimis • Fatastandur, bekkur og pullur, Volki -
Vala sæti, HArK •  Lampi, Dóra Hanssen
Frá vinstri (Mynd 1): Stóll 6, Aðalheiður D. Þórólfsdóttir fyrir Sóló húsgögn og Zenus. (Mynd 2): Hengjum lampan, Sigga Heimis - á bak við sést í: Heklaðar pullur og Ættartré fatastandur, Volki. (Mynd 3): Vala sæti, HArK. (Mynd 4): Ljós 101 lampi, Dóra Hansen.


Þátttakendur í sýningu Félags húsgagna- og innanhússarkitekta
á
Hönnunarmars 2011


Arkís arkitektar - Birgir Teitsson - FAÍ

ASKA - Áslaug K. Aðalsteinsdóttir - FíLA

Birgir Jóhannsson - FAÍ

Bjargey Ingólfsdóttir - Textílfélagið

Bryndís Bolladóttir - Textílfélagið

Dóra Hansen - FHI

Emma Axelsdóttir - FHI

Gubjörg Magnúsdóttir - FHI

Guðmundur Einarsson - Félag vöru- og iðnhönnuða

Helga Jóhannesdóttir - Leirlistafélagið
Leirvinnustofan Álafossi s. 6956694

Jakob Líndal - FAÍ

Kristín Guðmundsdóttir og Helga Sigurbjarnadóttir - FHI


HArK - Kristjana M. Sigurðardóttir - FAÍ

Laufey Agnarsdóttir - FAÍ

Ólöf Jakobína Ernudóttir - FHI

Ragnar Þór Arnljótsson - FÍT

Sigga Heimis -Félag vöru- og iðnhönnuða

Sigrún Einarsdóttir - FÍT

Volki - Elísabet og Olga - FÍT

YRKI arkitektar - Sólveig Berg - FAÍ

Anna Leoniak - FAÍ

Aðalheiður Dóra Þórólfsdóttir - FHI

Lísa Kjartansdóttir - FHI

Fanney Long - Félag vöru- og iðnhönnuða

Ari Már Lúðvíksson - FAÍ

Þorkell G. Guðmundsson - FHI

Fyrirtæki:

Á. Guðmundsson

Sóló húsgögn

Sýrusson



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.