Verk vöruhönnuða á útskriftarsýningu Listaháskólans |
Útskriftarsýning nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans opnaði í dag (23.4.2011) í Hafnarhúsi. Í ár eru 72 útskriftarnemendur sem sýna þar verk sín, 53 í hönnunar- og arkitekúrdeild og 19 í myndlistardeild. Það var mikið fjör og gleði í loftinu enda blasir nú framtíðin við með nýjum tækifærum. Í dag var margt fólk að skoða sýninguna, enda er þetta dagurinn sem vinir, ættingjar, afar og ömmur mæta til að fagna með listamanninum nýútskrifaða.
Og ég mætti líka með myndavélina til að skrá stemminguna en vélin neitaði að taka myndir, enda var rafhlaðan í hleðslutækinu heima. Svei mér þá, maður ætti að þegja yfir svona afglöpum. Ég mynda á morgun enda þarf töluverðan tíma til að skoða allt, byggingarlistin er t.d. tímafrek. Hér eru nú samt myndir - hönnunardeildin var auðvitað með "Press kit" á disk með myndum og upplýsingum um vöruhönnuðina átta sem útskrifast í ár og úthlutaði mér einum. Flott framtak hjá þeim.
Myndir og upplýsingar hér að neðan eru fengnar af diskinum. Hér eru myndir af verkunum sem þau sýna í Hafnarhúsinu ásamt textanum sem þau hafa skrifað um verkin. Í nokkrum tilfellum eru einnig myndir ef eldri verkum. Og svo það sem mestu skiptir: hvar hægt er að ná til þeirra.
Vinsamlega hafið samband ef eitthvað má betur fara, hér er póstfangið
Almar Alfreðsson - almar.is
Hugföng - Almar Alfreðsson |
Hugföng eru geometrísk form sem gerð eru til að örva ímyndunarafl barna á skemmtilegan hátt. Útlit þeirra er byggt á mismunandi samsetningum þrí- og fimmhyrninga sem fylgja reglum um gullinsnið. Hugmyndin er fólgin í því að leggja saman nokkur form, þá opnast möguleikar á tugi mismunandi útkomna þar sem ímyndunaraflið ræður ferðinni. Inni í hverju formi eru seglar sem gera þessar samsetningar mögulegar á einfaldan en jafnframt spennandi hátt. Hugföng koma í þremur mismunandi útgáfum og inniheldur hver þeirra sjö ólík form. Innblástur verksins kemur úr æsku hönnuðar sem einkenndist meðal annars af miklum áhuga á Star Wars og ofurhetjum.
Mark/mið • Mark/mið (hluti) Á Brú • Koya - Friðrik Steinn Friðriksson |
Markið er fornmunur, hefur ekki breyst í meira en hundrað ár. Hvaða áhrif hefur nýtt form? Verður knattspyrna að öðrum leik ef umgjörð hennar breytist? Breytingin sjálf er í ættboga knattarins, formfræði hans. Form marksins er fengið úr hyrningum boltans og samspil þess við hann því meira.
Helga Ragnheiður Jósepsdóttir -
Hi! Jewlery (2009) • Kjötkrókur (2009) • HispaNordicTable (2008) Bubblumublur - Helga Ragnheiður Jósepsdóttir |
Inga Dóra Jóhannsdóttir • www.spoi.is
Bátt Blóð matarsett - 47-8 mjólkurkanna - Inga Dóra Jóhannsdóttir
Flow & company vörur - Sigríður Þóra Árdal
Í heimi flæðandi forma er allt mögulegt. Litríkar verur af óræðum uppruna opna sýn inn í ævintýraheim. Flow and company er vörulína unnin úr þessum myndheimi sem settur hefur verið fram í vefnaði og veggfóðri.
Tinna Jóhannsdóttir - tinnatinna@gmail.com
Jafnvægi / Bollar (2009) - Hvörf ljós -Tinna Jóhannsdóttir |
Hvörf er ljós sem sýnir gang sólar á heilu ári; frá sólstöðum á sumri til sólhvarfa á vetri. Ljósmagnið minnkar og eykst í öfugu hlutfalli við sólargang; er mest þegar dagur er stystur og minnst þegar náttúrulegrar birtu nýtur daglangt.
Lovísa, Munda og Veiga hirslur - Silja Ósk Þórðardóttir |
Við tengjumst hlutum sem okkur er annt um; persónugerum þá. Lovísa, Munda og Veiga eru í senn hirslur fyrir þessa hluti og sjálfstæðar persónur sem hver og einn túlkar á sinn hátt – strengjabrúður sem tengjast eiganda sínum órjúfanlegum böndum í gegnum sögurnar sem þær varðveita fyrir hann.
Unnur Valdís Kristjánsdóttir - www.leynivopnid.is
Ljós fyrir Gunnhildi - Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Ljós fyrir Gunnhildi er verkefni innblásið af sögu Gunnhildar Eyþórsdóttur sem fluttist ung kona til Kairó árið 1945 og þurfti að takast á við lífið í framandi menningarsam félagi.
..
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.