Saturday, April 23, 2011

Caruaru húsgögn skapa ný atvinnutækifæri


Micasa verslunin - Stærri myndir eru hér.
Í 200 ár hefur verið verslað með allt milli himins og jarðar á einum af heimsins stærstu útimörkuðum sem er í Brasilíu og heitir Caruaru. Þangað sótti hönnuðurinn Marcelo Rosenbaum innblástur og nafn á húsgögn fyrir brasilísku verslunina Micasa. Í efnisnotkun, útfærslum og handverki eiga Caruaru húsgögnin sér samsvörun á markaðnum og mundu sóma sér vel þar á meðal annara húsgagna. Verkefnið var hinsvegar hugsað fyrir stærri markað og í víðara samhengi. Í Kólumbíu standa samtökin Aid to Artisans að verkefninu Artefama. Á svæði þar sem atvinna er árstíðabundin hafa samtökin komið upp verksmiðju og sjálfbærri skógrækt. Þau greiða þjálfun starfsfólks, byggingu verksmiðjunnar og aðstoða við þróun og sölu afurðanna. Þetta skapar ný atvinnutækifæri og að lokinni þjálfun á fólk þess kost að setja upp sjálfstæða starfsemi þar sem framleiddir eru smámunir úr tré sem sótt er í skóginn. Verksmiðjan hefur nú fengið það verkefni að framleiða Caruaru húsgögnin, þau gegna því mikilvægu hlutverki í áætluninni.
Marcelo Rosenbaum er vel þekktur hönnuður í Brasilíu á vefsíðu hans má sjá að hann hefur komið að margvíslegum verkefnum - allt frá samfélagsverkefnum til "LAR DOCE LAR" sem er einskonar "Inntit, útlit" í sjónvarpi Brasilíumanna. Verkin eru litrík og áhugaverð.
Neðri myndin sýnir húsgögn úr Caruaru línunni. Efri myndirnar eru ú Micasa versluninni, Hér má sjá stærri myndir.

Nokkur húsgögn úr Caruaru línunni.












Heimildir víðsvegar af vefnum.
Húsgagnamynd klippt af Hönnun & hlutir.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.