Tuesday, April 5, 2011

Níu stólar í Skógasafni

Stólar á Skógarsafni

Í húsmuna- og handverksdeild Skógarsafns eru fjölmörg sýnishorn af handverki kvenna og karla, í útsaumi, vefnaði, útskurður í horn og tré og fögur málmsmíði í látún og kopar frá reiðtygjum, mest eftir frægan smið, Ólaf Þórarinsson (1768-1840). Á suðurlofti er trésmíði hans, stórar kistur. Á norðurlofti er að finna mikið af áhöldum til tóvinnu, svo sem rokka, spunavélar og vefstól. Í sýningarpúlti á austurvegg er stór kirkjuskrá frá 1761 og þjóðsagnahringurinn úr Skógafossi af gullkistu Þrasa landnámsmanns.
(Texti að ofan er af vefsíðu safnsins.)
Þar eru þessir fallegu stólar sem bera handverksfólkinu fagurt vitni. Fallegar skreytingar, púðar, vefnaður og samsetningar sem halda vel þrátt fyrir að þeir standi nú í upphituðu húsi ólíkt því sem þeir áttu að venjast áður fyrr. Stólarnir sem klæddur eru með selskinni er einstaklega fallegir og þægilegir. Þessir hlutir eru auðvitað hönnun / handverk af bestu gerð (sjá hér). 

Glæsilegur hægindastóll klæddur selskinni og myndskreyttum vefnaði.
Samstætt borð og stóllinn hér að neðan.
Stóll klæddur selskinni klæddur selskinni og myndskreyttum vefnaði.
Mjúk og fjaðrandi bólstrun.
Myndvefnaður í baki stólsinns, merktur A. F. 1959.

Stólar úr furu.
Af hæðinni má lesa að fólkið  var lægra í loftinu hér áður fyrr.
Í bökin er skornir upphafsstafir og ártölin 1879 og 1875.
Ætli upphafsstafirnir hafi einnig verið á sængurverum viðkomandi?
Stólar úr furu, mikll útskurður í bökunum.
Slárnar hafa greinilega verið góð fótahvíla, þær eru töluvert slitnar. 
Það jafnast ekkert á við góða gæru (eins og í Sindrastólnum)
Falleg skreyting í annari setunni.
.
.

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.