Friday, July 1, 2011

Bútasaumuð húsgögn frá Squint í London


Árið 2005 seldi myndlistarkonan Lisa Whatmough íbúðina sína og stofnaði húsgagnaverslun í austur London. Verslunin heitir  "Squint" sem þýðir "líta hornauga" . Vafalaust líta einhverjir húsgögnin hennar Lisu hornauga og halda þau vera uppgert óvandað dót - svo er ekki - þetta eru alvöru húsgögn smíðuð í Norfolk héraði, sem er frægt fyrir húsgagnasmíði, með hefðbundnum aðferðum og úr besta fáanlegu hráefni. Áklæðið, sem er einskonar bútasaumur, er oftast enskt damask en með því er notaður allskonar vefnaður og skraut t.d. silki og perlur af ýmsu tagi. Að auki er hægt að fá áklæðið saumað úr efnum sem kaupandinn sjálfur leggur til. Vefnaður frá Osborne & Little er í uppáhaldi hjá Lísu. Hver hlutur er einstakur - engir tveir eru eins. Stíll húsgagna er af ýmsu tagi, frá 18. aldar stíl og upp úr. Squint húsgögnin hafa vakið mikla athygli og eru nú til sölu í viðurkenndum verslunum.  
Þegar þetta er skrifað bráðvantar fólk vant saumum í vinnu hjá Squint. Í nágrenni Shoreditch hverfisins, þar sem verslunin er, eru margir af líflegustu stöðum London og á Brick Lane fæst besta karrí í London - bara sækja um hér!

Bútasaumaðir sófar í hressilegum litum m.a. íslensku fánalitunum.
Stólar af ýmsum gerðum
Litrík rými. Sófinn efst til vinstri er sérstaklega flottur.
.


No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.