Saturday, September 3, 2011

Sýningin "i Vesterveg" í Húsavík 2011


i Vesterveg  gömlu sldarverksmiðjunni Húsavík

Það var fallegt í Húsavík á norrænu strandmenningarhátíðinni „Sail Husavik 2011“.  Víð höfnina svifu litrík fley seglum þöndum og á kajanum voru sýningar, markaðir og dans. Og það var meira í vændum. Forsætisráðherra opnaði Garðarshólm, fræða- og menningarsetur sem mun rísa í gömlu síldarverksmiðjunni á hafnarbakka Húsavíkur. Þema Garðarshólma verður samlíf manns og náttúru; hvernig maðurinn mótar náttúruna og náttúran manninn.  
Þarna var einnig sýningin "i Vesterveg". Sýningin er afrakstur samstarfs listamanna frá Íslandi, Færeyjum, Hjaltlandseyjum og Noregi. Íslenska myndlistakonan Málfríður Aðalsteinsdóttir er stjórnandi og upphafsmaður að verkefninu. Aðrir listamenn sem standa að sýningunni eru Elsie-Ann Hochlin og Johannes Vemren Rygh frá Noregi, Guðjón Ketilsson og Kristín Reynisdóttir frá Íslandi, Jogvan Sverrason Biskopstø frá Færeyjum og Barbara Ridland og Roxane Permar frá Hjaltlandseyjum.   
Sýningin hefur þegar verið sett upp í Noregi, Færeyjum, Danmörku, á Hjaltlandseyjum,  í Norræna Húsinu á Íslandi og nú í gömlu síldarverksmiðjunni í Húsavík. Gróft umhverfi verksmiðjunnar hentar listaverkunum einkar vel og lýsingin meistaraverk - ótrúlega flott. 
Myndirnar gefa hugmynd um stemminguna sem ríkti í síldarverksmiðjunni á Húsavík þessa daga.


Hér er hægt að skoða myndirnar í stærri glugga og betri upplausn og lesa meira um sýninguna. 
Þetta er líka betri leið til ef Safari vafri er notaður.





No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.