|
"Vilbert" - Stóll Verner Pantons fyrir Ikea 1993 |
Flestir þekkja stólinn "Panton" sem nefndur er eftir hönnuði sínum Verner Panton (1926-1998). Færri vita að Verner Panton hannaði einnig stól fyrir Ikea árið 1993/1994. Stóllinn ber nafnið "Vilbert". Hann er afar einfaldur, gerður úr fjórum litríkum einingum úr MDF. Form og litir minna á De Stijl og Memphis en fyrst og fremst er þetta ekta Panton stóll - einfaldur, litríkur og ódýr. Hann féll samt ekki í kramið hjá viðskiptavinum Ikea og var fljótlega tekinn úr sölu. Sagt er að óseldum stólum hafi verið hent. Stóllinn sést stundum á uppboðum á 250-300 evrur.
|
Gerður úr fjórum litríkum einingum |
|
Merktur hönnuðinum |
Það eru margir vefir um Vernon Panton á Netinu. Þessi er mjög aðgengilegur:
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.