Friday, February 10, 2012

Hannað á spássíu

Marginal Notes húsgögn Note Design Studio á húsgagnasýningunni í Stokkhólmi 2012
Húsgagnasýningin í Stokkhólmi stendur yfir þessa helgi. Þar sýnir Note Design Studio þessa litríku hönnun sem á sér skemmtilegan aðdraganda. Félagarnir á vinnustofunni brugðu sér í útilegu í skóginum - hlý föt, góðir skór og ullarhúfur - þau mældu og söfnuðu ýmsu sem á vegi þeirra varð, skissuðu og upplifðu umhverfið. Hönnunin er svo byggð á þessu, lampi úr fiðrildaneti, kollar sem tákna trjástubb á búkkum, fatahengi úr mælistikum og fleira. 
Verkefnið kalla þau "Marginal Notes" sem vel má þýða sem "Skrifað (Glósað) á spássíu."
Frábær lampi úr fiðrildaneti - Draumur skordýrafræðingsins


Það má lesa meira um þessa skemmtilegu útilegu á vefsíðu hönnuðanna og á dezeen.com.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.