Friday, February 10, 2012

London - Óskarinn í hönnun 2012

Design Museum’s Design Awards 2012

Verðlaun Hönnunarsafnsins í London "Design Museum’s Design Awards" eru einskonar Óskarsverðlaun hönnuða, að þeirra sögn. Tilnefningar í alla sjö flokkana hafa nú verið birtar og í fyrradag (8.feb.2012) opnaði safnið sýningu á þeim. Sýningin stendur til 15. Júlí en verðlaunin verða afhent 15. Apríl. 
Tilnefnt er á alheimsvísu svo þarna  samankomin sú hönnun sem valnefndin telur hafa skarað fram úr á síðasta ári. Árvist blossa upp deilur um þetta fyrirkomulag - er nokkur leið að hafa yfirsýn yfir alla hönnun í heiminum og hvað skiptir mestu máli, brúðarkjóll Katrínar Middleton eða tæki sem upprætir jarðsprengjur? Aðstandendur taka vissulega undir þessi sjónarmið en benda á að hvernig sem að valinu er staðið þa muni þau alltaf efla góða hönnun og það sé takmarkið. Einng greinir menn á um það hvaða viðurkenning séu Óskarinn í hönnun, það eru nefnilega fleiri en bretar sem veita árlega viðurkenningar af ýmsu tagi fyrir hönnun.
Hér eru tvö dæmi sem sýna algjörlega óskilda hönnun, tæki sem notað er vegna vopnaskaks og klæði sem borið er þegar ást er innsigluð.

Hönnun  Massoud Hassani: "Mine Kafin" vindknúin jarðsprengjubani
Vöruhönnun
Massoud Hassani frá Afghanistan hannaði "Mine Kafin", vindknúin jarðsprengjubana. Mine Kafin, sem gerður er úr bambus og endurnýttu gúmmí, berst með vindi, eins og biðukolla, og eyðir jarðsprengjum sem á braut hans verða. Smám saman saxast af honum svo hann eyðist en að jafnaði kemst hann yfir stórt svæði og sparar mikla vinnu. Innbyggt GPS tæki sendir jafnóðum upplýsingar á vefsíðu sem sýnir staðsetningu hans. Íbúar Afghanistan er 26 miljón, Hassani segir þar vera 30 miljón jarðsprengjur.
 Brúðarkjóll  Katrínar Middleton hannaður af Söru Burton hjá Alexander Mcqueen tískuhúsinu 
Tískuhönnun
Sarah Burton hjá Alexander Mcqueen tískuhúsinu hannaði brúðarkjólinn sem Katrín Middleton klæddist þegar hún gafst Vilhjálmi bretaprins. Tveir miljarðar jarðarbúa fylgdist með brúðkaupinu og biðu spenntir eftir að berja kjólinn augum. 
Kjóllinn var á sumarsýningu Buckingham Hallar í nokkra mánuði og dró þangað rúmlega 650,000 áhorfendur sem greiddu samtals 10,5 miljónir sterlingspunda fyrir. Hluta ágóðans verður varið til góðgerðastarfs en mest fer til Listasafns Hennar Hátignar.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.