Thursday, February 9, 2012

Mannfreð Vilhjálmsson - Villi-traktor

Villi-traktor
Í Villa-traktor má sjá snilli frábærs arkitekts saman komna í einum litlum hlut, sem halda má á með annari hönd. Hér er allt sem til þarf - ekkert meira - sett saman þannig að það virðist augljóst. En í því fellst einmitt snilldin.
Sagan bak við hönnunina er sú að meðan á húsbyggingu Manfreðs stóð á Álftanesinu varð Vilhjálmur sonur hans sex ára. Manfreð teiknaði þennan grip handa honum og Vilhjámur faðir hans smíðaði hann úr mótakrossviði sem af gekk.


Viðtal við Mannfreð Vilhjálmsson: Fréttablaðið

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.