Monday, February 6, 2012

Sagan um stólanna Pretzel og Cherner

Stóllinn Pretzel (1952) eftir Georg Nelson  -  Cherner stóllinn (1958) eftir Norman Chermer
Augljóst er að stólarnir hér að ofan eiga ýmislegt sameiginlegt t.d. fæturna og arminn sem umvefur þá á sérsæðan hátt. Stólarnir eru þó teiknaðir af sitt hvorum hönnuðinum, þeim George Nelson (1908-1986)  og Norman Cherner (1920-1987) og þeir eiga sér áhugaverða sögu.

Forsíðumynd Saturday Evening Post
Georg Nelson hannaði stólinn Pretzel fyrir Herman Miller árið 1952 og var fyrirtækinu Plycraft falin framleiðsla hans. Til framleiðslunnar þurfti flókinn búnað sem gerði hana mjög kostnaðarsama, enda fór svo að  stóllinn reyndist of dýr og var framleiðslu hans hætt.
Fyrir bragðið sat Plycraft uppi með sérhæfð áhöld og fjárfestingu sem nýttist ekki til neins. Að undirlagi Nelsons var Norman Cherner fengin til að hanna eitthvað svo nýta mætti búnaðinn. Hann teiknaði stólinn, sem nú er kenndur við nafn hans, en þegar hann skilaði af sér verkefninu var honum tjáð að ekkert yrði úr því. Þetta var ekki sannleikanum samkvæmt því Plycraft hóf framleiðslu eftir teikningum Cherners en sagði stólinn ýmist vera hannaðan af eiganda fyrirtækisins eða einhverjum Bernardo, sem ekki reyndist vera til þegar á reyndi.
Stóllinn sló í gegn árið 1961 þegar Saturday Evening Post  birti forsíðumynd af honum. Í kjölfarið leitaði Cherner réttar síns og Plycraft féllst að lokum  á að greiða honum höfundarlaun en hætti svo framleiðslu stólsins 1970. 
Í dag eru báðir stólarnir framleiddir. Stóll Cherners kom aftur á markað árið 1999 og nýlega voru smíðaðir 1000 Pretzel stólar til heiðurs Georgs Nelson.
       Teikningar af stólunum

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.