Saturday, February 4, 2012

Mörgæs og Congo - stólar sem standa undir nafni

Fyrir nokkru voru hér á síðunni vangaveltur um nafn á stól og hvernig hann stæði undir því. Hér eru tveir stólar sem standa fullkomlega undir nafninu "Mörgæs", sem hollenski hönnuðurinn Theo Ruth gaf þeim. Stólarnir, sem eru hannaðir fyrir Artifort árið 1957, og eru í sama stíl stóllinn "Congo" frá 1952. Og hvers vega heitir hann Congo? Jú, eiginleikar stólsins er sóttir til Afríku, setuna og bakið má auðveldlega taka undir sitt hvora höndina og þegar komið er á áfangastað er hlutunum tveimur einfaldlega krækt saman, og lögmál Newtons sér um restina - það sama á við um Mörgæsina. Þar með er nafnið orðið skiljanlegt. 
Theo Ruth var húsgagna- og innanhússarkitekt, hann var fyrsti fastráðni hönnuður Artifort 1939, þar sem hann starfaði hann sem hönnuður og yfirmaður hönnunardeildar til ársins 1971
Myndir: midmod-design.com
Stóllinn Pinguin - neðsta myndin sýnir hve einföld og hugvitssamleg hönnunin er .

Myndir: Decopedia
Stóllinn Congo gefur ekki til kynna hvaðan nafnið kemur en smá útskýringar bjarga því. Þessi stóll er eitt af kennimerkjum hönnunarsögunar upp úr 1950. Ótrúlega flottur og það er frábært að sitja í honum.




No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.