Tuesday, March 27, 2012

Skondnar merkingar

Umhverfismerkingar eru mikil list. Fæstir leiða hugan að því hve þróað þetta táknmál er, vanhagi þá um eitthvað er næsta víst að einhversstaðar sé merki til leiðbeiningar. Stundum eru þessar leiðbeiningar svolítið skondnar, til gamans eru hér nokkur dæmi.

Hvað skyldi hún tákna þessi merking í Hörpu? Gæti það t.d. verið "Nei, það ekki hér, snúðu við"?

Skátarnir við Úlfljótsvatn hafa leyst þetta á einfaldan hátt, eins og þeim einum er lagið.

Mundir þú kaupa bíl hjá þessu umboði við Elliðaárvog?
Reynsluaksturinn lofar ekki góðu.

Munið að slíðra vopnin á meðan dælt er hjá Atlantsolíu!

Á hóteli nokkru er neyðardyrum lokað með borði og miði límdur á hurðina þessu til staðfestingar. Skyldi samt einhverjum detta í hug að nota þessa hurð, t.d. ef hótelið stæði í ljósum logum, tekur ekki betra við því fyrir utan eru rúmir 40 sm niður á jörð og engar tröppur. 
Ég tók mér bessaleyfi og lagfærði texta miðans.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.