Wednesday, June 20, 2012

Einn stóll í viku í Köben

Allt frá skissum og hugmyndavinnu til endanlegra vinnuteikninga

Svona verkefni væri gaman að taka þátt í! Í síðustu viku barst einmitt til tals á milli nokkurra kunningja að gagnlegt væri að hafa öflugt námskeið í húsgagnahönnun við hönnunardeild Listaháskólans og þetta verkefni er fínt dæmi. Stólahönnun er margslungin og módel og skissur segja í raun lítið um stólinn, það verður að þreifa á honum og setjast í hann, ein gráða til eða frá getur gert gæfumuninn. Það er einnig mjög gagnlegt að æfa sig módelsmíði.
Verkefnið var unnið af fjórða árs stúdentum við hönnunardeild Listaháskólans í Kaupmannahöfn undir handleiðslu prófessors og arkitektsins Nicolai de Gier, Deane Simpson og Jesper Pagh, árið 2011. Stúdentarnir smíðuðu, hver fyrir sig, einn stól á viku. Í hverri viku fengu þeir að kynnast nýju efni til að vinna úr. Áhersla var lögð á að aðferðafræði (konseptið) frekar en en handverk, enda verið að kenna hönnun frekar en smíði, þó smíðin sé ágæt viðbót. Þegar upp var staðið höfðu 78 stólar verið smíðaðir, margir hverjir með frábærum árangri. 
Gefin var út greinargóð bók með umfjöllun um hvern stól fyrir sig og er hægt að skoða hana hér. Þar sjást nöfn allra höfunda stólana sem hér eru sýndir og fleiri til. Meðfylgjandi myndir eru úr bókinni.
Hluti stólanna en alls eru þeir 78
Flott smíði á góðum stól


12 stólar í viðbót - skoða alla hér
Þarfagreining fyrir stól

Og svo er bara að setjast of "hygge sig"

No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.