Tuesday, June 26, 2012

String - Tímalaust hillukerfi


Sting hillukerfi, hannað 1979 af Nils Strinning (1917-2006)
Hvað þarf margar einingar til að skapa fullkomið hillukerfi sem er létt, einfalt en fjölbreytilegt, rúmar allar stærðir af bókum, hægt að flytja á milli húsa og festa á vegg með fáeinum skrúfum? Svarið: 12 hluti - og þá eru skápar og borð talin með. Þetta á a.m.k. við um hillukerfið "String" sem Nils Strinning (1917-2006) arkitekt hannaði og hlaut fyrir 1. verðlaun í samkeppni sem Sænskt bókaforlag efndi til árið 1949. 
Á 63 ára aldursskeiði sínum hefur hillunum hlotnast margskonar heiður og ekkert lát virðist vera á. Frábær tímalaus hönnun frá blómaskeiði skandinavískrar hönnunar.
Heimasíða String: string.se
Henta með hverju sem er - hvar sem er


Hillurnar eru hlutlausar og gera því sem þær geyma hátt undir höfði

Tímalaus hönnun starx frá fyrsta degi

String - samtals 12 einingar í lit eða úr viði




No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.