Monday, August 13, 2012

dOCUMENTA (13) í Kassel

Fimmæringurinn í Kassel er einn af mikilvægustu listviðburðum heims. Þar sýna hundruð listamanna verk sín, sem oftar en ekki vekja athygli á umhverfis- og stjórnmálum, viðburðum,  vonum og væntingum í nútíma og sögulegu samhengi. 
Í 100 daga iðar bærinn lífi sýningargesta og listamanna. Hvarvetna er eitthvað á seiði og íbúafjöldi Kassel margfaldast. Árið 2007 voru sýningargestir fjórum sinnum fleiri en hinir 130.000 íbúar Kassel og í ár er búist við enn fleirum. 
Við dvöldum þarna í þrjá sólríka daga - þeir liðu eins og augnablik - við hefðum getað verið mikið lengur og séð eitthvað nýtt á hverjum degi. 
Svona viðburði er erfitt að lýsa, maður þarf að ganga inn í hann og vera þáttakandi í ævintýrinu. Það má benda á þessa 3d myndasýningu, sem er sennileg það besta sem býðst til að skoða viðburðinn á netinu, hér má finna sýningarskrá og svo eru fáeinar myndir á Facebook síðunni okkar.





No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.