Wednesday, August 15, 2012

Einföld húsgagnalína Eumenes

Stólarnir virka skemmtilega "retro" í þessu fína umhverfi
Eumenes er nýtt Ítalskt fyrirtæki, stofnað 2011, með einfalda hugmyndafræði: að framleiða fáar gerðir af húsgögnum en leggja þeim mun meiri áherslu á notagildið. Þetta hefur Eumenes staðið við því ennþá eru húsgögnin aðeins fimm talsins: tvö borð, tveir stólar og sófi. Stólana hannaði Paola Navone en borðin Jean – Marie Massaud.  Um hönnuðina. 
Húsgögnin eru fín og hönnuðirnir heimsþekktir, en það voru þó ekki síður frumlegar myndirnar sem vöktu athygli mína, og það er einmitt það sem auglýsingar eiga að gera - vekja athygli. Hér eru nokkrar þeirra og hér má skoða auglýsingabæklinginn allan.
Það sem heillar á þessari mynd er bókastaflinn vinstra megin - flottur - húsgögnin líka.
Einstök stemming í þessum myndum, flottur skápur og það sést í gegn um bakið á hvíta stólnum við gluggann.



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.