Hópur hönnuða sem nefna sig Recession Design - þýðist: Kreppuhönnun - hefur staðið fyrir áhugaverðum verkefnum sem sýnd hafa verið í listamiðstöðinni Fabbrica del Vapore í Mílanó, sem áður hefur komið við sögu hér á síðunni.
Um er að ræða 39 hönnuði sem hafa hannað hluti undir yfirskriftinni "fai da te" - gerið það sjálf (DIY). Hlutirnir eru af ýmsu tagi, en eiga það sameiginlegt að flestir ættu að ráða við smíðina, og hráefnið fæst í næstu byggingavöruverslun. Leiðbeiningum er dreift ókeypis á netinu og er heimilt að smíða eftir þeim á meðan hlutirnir eru ekki til endursölu.
Tvær veglegar sýningar hafa verið settar upp, árin 2009 og 2010, í tenglsum við húsgagnasýningunna í Mílanó. Þess á milli hefur hópurinn haldið smærri sýningar og gefið út bók með verkefnunum.
Hlutirnir frá 2009
Via : recessiondesign.org og domus
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.