Monday, September 3, 2012

Ókeypis kreppuhönnun


Hópur hönnuða sem nefna sig Recession Design - þýðist: Kreppuhönnun - hefur staðið fyrir áhugaverðum verkefnum sem sýnd hafa verið í listamiðstöðinni Fabbrica del Vapore í Mílanó, sem áður hefur komið við sögu hér á síðunni. 
Um er að ræða 39 hönnuði sem hafa hannað hluti undir yfirskriftinni "fai da te" - gerið það sjálf (DIY). Hlutirnir eru af ýmsu tagi, en eiga það sameiginlegt að flestir ættu að ráða við smíðina, og hráefnið fæst í næstu byggingavöruverslun. Leiðbeiningum er dreift ókeypis á netinu og er heimilt að smíða eftir þeim á meðan hlutirnir eru ekki til endursölu. 
Tvær veglegar sýningar hafa verið settar upp, árin 2009 og 2010, í tenglsum við húsgagnasýningunna í Mílanó. Þess á milli hefur hópurinn haldið smærri sýningar og gefið út bók með verkefnunum. 
Hlutirnir frá 2009 eru hér og leiðbeiningarnar hér.
Hlutirnir frá 2010 eru hér og leiðbeiningarnart hér.

Hlutirnir frá 2009 








No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.