![]() |
Söngfuglar hver litur hefur sitt nafn. Nýjasta viðbótin 2012 en hönnuð 1950 |
Kay Bojesen (1886–1958) lærði silfursmíði hjá Georg Jensen í Kaupmannahöfn. Að loknu námi, 1910, varð hann einn af stofnendum Den Permanente við Vesterbrogade í Kaupmannahöfn, verslun sem vel ætti skilið sérstaka umfjöllun hér á síðunni.
Bojesen lagði sig fram um að smíða notendavæna hluti og um trédýrin sín sagði hann "Þau eiga að vera ávöl og mjúk svo þau fari vel í hendi, ekki nákvæm eftirlíking og þau eiga að vera brosandi". Og fígúrurnar hans eru einmitt svona, brosa og gleðja hjarta fullorðinna jafnt sem barna. Bojesen lést 72 ára að aldri árið 1958 en dýrin hans hafa aldrei lifað betra lífi en nú. Þau eru framleidd hjá Rosenthal og seld um víða veröld.
Dýrin eru hönnuð á tímabilinu 1942-1957 0g nú í ár var hafin framleiðsla á Söngfuglinum, tréfugli sem af einhverjum ástæðum hafði orðið útundan.
![]() |
Sennilega eru þessir félagar best þekktir af dýrum Bojesen - Langhundur og Api. Efni tekk og eik. |
![]() |
Fíll, Kanína og Flóðhestur eru smíðuð úr eik. |
![]() |
Konunglegir fánaberar og trommarar - 22 og 170 sm að hæð |
![]() |
Og ekki má gleyma að Bojesen var silfursmiður sem hannaði fjölda vinsælla áhalda.
Grand prix eru ein af vinsælustu hnífapörum Danmerkur, hönnuð 1938. Þau má finna í öllum sendiráðum Danmerkur.
|
Myndir: flotrum.dk og livingshop.dk
No comments:
Post a Comment
Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.