Thursday, September 12, 2013

Viðtöl við Hella Jongerius

Poldersófinn (2005) - Danir, sem sýna næstum eingöngu danska hönnun í sjónvarpsþáttum sínum brutu odd af örlæti sínu og notuðu þennan sófa í þáttunum Borgen
Undanfarið hefur dezeen.com birt athyglisverð viðtöl við hollenska hönnuðinn Hella Jongerius sem nú hefur flutt vinnustofu sína frá til Berlínar og fækkað starfsfólki til þess að hún geti sjálf sinnt hönnunarstörfum meira í stað þess að vera aðallega að stjórna starfsfólki. Hella vill vera nær hönnuninni sjálf, þannig segist hún njóta sín betur.
Hella sinnir margvíslegum störfum. Um þessar mundir vinnur hún að nýjum innréttingum í flugvélar KLM og er listrænn stjórnandi textíldeildar hinns þekkta húsgagnaframleiðanda Vitra.



Hér segist Halla vilja litla vinnustofu, fáa - en valda - viðskiptavini og ekkert endilega nágrenni við aðra hönnuði.



Hér segir Hella frá samstarfi og hönnun innréttinga í flugvélar KLM



Hella Jongerius ræðir um textílhönnun o.fl. í þessu myndbandi "hvers vegna að búa til nýtt húsgagn þegar nóg er að skipta bara um áklæðið?"



Í síðasta myndbandinu segir Hella "að vinna með hverjum sem er orkueyðsla, farsæl samvinna byggir á sameiginlegum hagsmunum".



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.