Tuesday, November 26, 2013

Kampavínsstólar

Vinningshafinn Rockin`Chaise
Design Within Reach (DWR) er verslun sem selur klassíska hönnun á vefnum og í verslunum sínum, aðallega í Bandaríkjunum. Þar má finna mörg vel þekkt húsgögn, nýja og eldri hönnun, sem framleidd eru í dag. Á vefsíðu DWR er einnig margskonar fróðleikur um hönnun og hönnuði sem gaman er að skoða og bloggið þeirra er einnig áhugavert.
Öðru hvoru stendur DWR fyrir skemmtilegum uppákomum t.d. var efnt til óvenjulegrar  keppni um stólahönnun árið 2011 þar sem einungis mátti nota tappa, innsigli og merkimiða af kampavínsflösku til að hanna smástól. Fjöldi tillagna barst og hér eru birtar myndir af nokkrum þeirra. Tillögur sem komust í undanúrslit má svo sjá hér og vinningshafa hér.
Það þarf sem sé ekkert nema kampavínsflösku til að gera sér svona stól og það er jafn góð afsökun og hvað annað til að fá sér kampavín!


champagne chair

Án titils

Good girl, Club Chair!

Á titils

Champagne Twist - Royal French

Á titils
Án titils

Án titils



No comments:

Post a Comment

Gaman væri að heyra frá þér. Skrifaðu ummæli hér.